Lýðræði

Við höfum unnið markvisst að lýðræðisnámi í anda John Dewey síðan 2012 og munum halda því áfram. Áherslan í lýðræðisnáminu er á val bæði sem einstaklingar og hópar og þátttöku í samfélagi. Fyrir okkur er lýðræði meira en bara að kjósa af og til. Það liggur til grundvallar í öllum okkar félagslegu samskiptum og því samfélagi sem við sköpum innan skólans.
Framkvæmdaráætlun:
Á yngsu deildunum eru börnin enn að læra að tala saman og leika saman. Þar læra börnin grunninn að góðum samskiptum og læra mörg af þeim viðmiðum og hefðum sem ómeðvitað móta okkur alla ævina. Við sem starfólk reynum að vera leiðandi fyrirmyndir fyrir þennan aldur.
Á eldri deildum reynum við að búa til umhverfi og aðstæður þar sem börnin eru háð innbyrðis sem hópur og þurfa að tala saman, miðla málum og taka ákvarðanir í sameiningu. Við leiðum samræðu þegar slíkar aðstæður koma upp og hjálpum börnunum að móta og skapa sín eigin gildi og hefðir. Við pössum að enginn sé skilinn út undan og að allar raddir heyrist og virðing sé borin fyrir skoðunum hvers og eins.