Holukubbar

Hollow-block kubbar eru gerðir úr harðviði og eru af mörgum stærðum og gerðum. Gott rými þarf að vera fyrir hendi til að byggja og í Múlaborg eru kubbarnir í stóru stofunum inni á eldri deildunum tveimur.

Holukubbar eru byggðir í sömu hlutföllum og einingakubbarnir og úr vönduðum efnivið. Þeir eru skrúfaðir saman, holir að innan og það eru engin hvöss horn á þeim. Í leik lúta holukubbarnir að mörgu leiti sömu lögmálum og einingakubbarnir Börnin eru nokkur í hóp og geta t.d. valið kubbana í valinu og þegar frjáls leikur er áætlaður. Oft má sjá góð dæmi um bygginga- og hlutverkaleiki hjá börnunum þegar þau leika með holukubbana.
 
Eftir hverjn leik er kubbunum raðað í hillur eftir stærð og lögun. Í kubbaleiknum læra börnin að skapa frjálst og sjálfstætt eða saman í hóp. Einnig læra þau um stærð, lögun og þyngd kubbanna, jafnvægi og stöðugleika og hvernig allt er háð þyngdaraflinu.
 
Börnin kynnast takmörkum rýmisins þegar þau byggja hátt eða langt og bera saman lengd, hæð og breidd. Með því að fella niður byggingar eða rekast á hvort annað gera börnin sér betur grein fyrir sjálfum sér í rýminu.