Leikskólastarf

Menntun verðandi kennara á Múlaborg

Menntun verðandi kennara á Múlaborg

Múlaborg er í hópi þeirra úrvalsleikskóla sem gert hafa samstarfssamning um kennaramenntun við K.H.Í. Í samningnum felst að tiltekinn fjöldi nemenda hefur aðgang að Leikskólanum vegna æfingakennslu, kynnisheimsókna og þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu.

Samningurinn gerir ráð fyrir möguleikum á samstarfi við KHÍ  um þróunarverkefni og rannsóknir. Í Múlaborg er mikill áhugi fyrir að þessir möguleikar samningsins verði strax nýttir.

Við erum stolt af þessum samstarfi við æðstu menntastofnun landsins, en eins og er kunnugt eru Kennaraháskólinn (KHÍ) og Háskóli Íslands nú að sameinast undir merkjum H.Í.

Við erum líka stolt af því að kennararnir á Múlaborg séu valdir til þeirra merkilegu starfa að mennta verðandi kennara landsins.

Read more

Um tákn með tali

Um tákn með tali

Leikskólinn Múlaborg sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna.  Skólinn leggur áherslu á notkun tákna með tali.  Tákn vikunnar er kynnt á öllum deildum og á heimasíðunni.  Leikskólinn Múlaborg á sér langa sögu í notkun tákna með tali.  Starfsfólk leikskólans notar tákn með tali í öllum söng- og samverustundum.  Lag og tákn vikunnar er gjarnan ákveðið með tilliti til veðurs, árstíðar, þemu eða það sem er í gangi í leikskólanum hverju sinni.

Tákn með tali er frábrugðið táknmáli heyrnarlausra að því leyti að táknin eru ávallt notuð samhliða tali.  Setningar eru stuttar og lykilorð hverrar setningar táknað.  Þegar starfsfólk notar tákn með tali talar það hægar og skýrar auk þess sem áhersla er lögð á lykilorðið í setningunni.  Þegar við gerum orðin ,,sýnileg", tölum hægar og skýrar er auðveldara fyrir barnið að skilja það sem við segjum.  Notkun tákna með tali auðveldar börnum af erlendum uppruna og þeim börnum sem eru sein til máls að ná íslensku tali.

Öll börn og allir starfsmenn á Múlaborg eiga sitt nafnatákn.

Read more

Einingakubbar

Einingakubbar

Einingakubbar eu sérstakir kubbar úr tré. Börnin skapa frjálst, ein eða með öðrum. Börn og starfsmaður geta rætt um lausnir ef  þarf .  Börnin ganga frá kubbunum með því að láta þá inn í hillur sem merktar eru með lögun kubbana. Hægt er að fara í ýmsa þroskaleiki tengda frágangi s.s.börnin raða kubbunum  eftir lögun og stærð ekki fleiri en fimm kubba í stafla. Börnin þjálfast í að telja, eins er hægt að biðja um minni og stærri eða vissa lögun osfrv. og æfa þar með stærðfræði og hugtaka skilning. Börnin finna  líka oft upp sína eigin leiki til að ganga frá.

Börnin ganga í gegnum stigbundna þróun í kubbaleik.

1stig. Ung börn bera oftast kubbana um og stafla óreglulega. Með þessu eru börnin að kynnast rýminu og kubbunum.

2.stig. Um 2-3 ára fara börnin að byggja úr kubbunum. Aðallega turna og láréttar byggingar. Oft endurtekið.

3.stig. Börnin fara að brúa bil tveggja kubba með því að nota þriðja kubbinn.

4.stig. Börnin fara að umgirða og loka svæðum.

5.stig. Á þessu stigi fara að koma fram mynstur í byggingum til skrauts. Byggingarnar fara að vera eins báðum megin.

6.stig. Snemma í byggingarþróuninni fara börn að nefna byggingar sínar en nöfnin tengjast ekki alltaf útliti byggingar. Eldri börn gefa oft byggingum nöfn sem tengjast hlutverki eða starfssemi þeirra.

7.stig. Börnin byggja hús eða staði sem þau þekkja af eigin reynslu. Með aukinni hæfni og byggingartækni verður hlutverkaleikur í tenglsum við byggingar algengari.Börnin verða nú upptekin af  smáatriðum og nota mikið viðbótar efni til að tjá þau.

Reglur um kubbana:

 • Það má ekki henda kubbunum í gólfið.

=ekki meiða kubbana.

 • það má ekki slá með kubbunum.

=ekki meiða aðra.

 • Það má ekki skemma fyrir öðrum.
 • Það má ekki byggja hærra en þú sjálfur

(Sjá grein í blaðinu Fóstra 1 tbl. 25. árg. desember 1992)

Read more

Holukubbar

Holukubbar

Hollow-block kubbar eru gerðir úr harðviði og eru af mörgum stærðum og gerðum. Gott rými þarf að vera fyrir hendi til að byggja og í Múlaborg eru kubbarnir í stóru stofunum inni á eldri deildunum tveimur.

Holukubbar eru byggðir í sömu hlutföllum og einingakubbarnir og úr vönduðum efnivið. Þeir eru skrúfaðir saman, holir að innan og það eru engin hvöss horn á þeim. Í leik lúta holukubbarnir að mörgu leiti sömu lögmálum og einingakubbarnir Börnin eru nokkur í hóp og geta t.d. valið kubbana í valinu og þegar frjáls leikur er áætlaður. Oft má sjá góð dæmi um bygginga- og hlutverkaleiki hjá börnunum þegar þau leika með holukubbana.
 
Eftir hverjn leik er kubbunum raðað í hillur eftir stærð og lögun. Í kubbaleiknum læra börnin að skapa frjálst og sjálfstætt eða saman í hóp. Einnig læra þau um stærð, lögun og þyngd kubbanna, jafnvægi og stöðugleika og hvernig allt er háð þyngdaraflinu.
 
Börnin kynnast takmörkum rýmisins þegar þau byggja hátt eða langt og bera saman lengd, hæð og breidd. Með því að fella niður byggingar eða rekast á hvort annað gera börnin sér betur grein fyrir sjálfum sér í rýminu.

Read more

Könnunarleikurinn

Könnunarleikurinn

Könnunarleik með hluti (heuristic play) er byggð á hugmyndafræði og aðferðum sem Elinor Goldschmeid og Soniu Jackson gerðum vinsæll í Evrópu. Könnunarleikur er leikur sem bíður börnum upp á tækifæri að skoða, kanna, uppgötva alls konar hversdagslegi hluti og ílát, án þess að fullorðnir stýri þeim.„Hugtak bakvið „heuristic play" er að uppruna gríska orðið „eurisko" og þýðir "til að uppgötva" eða "öðlast skilning á..." sem lýsir nákvæmlega því sem börn eru að gera í leikinn.". Leikurinn er fyrir börn undir þriggja. Börn á þessum aldri læra í gegnum skilningarvitin fimm; snerting, lykt, bragð, heyrn og sjón, ásamt hinu sjötta, hreyfingu sem enn er ekki fullþroskuð. Í könnunarleikur,öll fimm skilningarvitin eru notuð og börn geta fengið útrás fyrir meðfædda forvitni og notað hæfileikann til að einbeita sér.

Á meðan börn eru í leikinum þau uppgötva hugtök eins og setja ofan í, takka upp úr, sveifla, hringla, þræða, og enn fremur þau læra um stærð, form, vefnað, lit, hljóð, o.s.frv. Börn læra að einbeita sér, örva samhæfingu augna og handa, auka sjálfstraust, byggja upp hugmyndaflug, og þróa frekar hreyfiþroska sínum á margslunginn hátt.

Hversdagslegir hluti og margir aðrir álíka færa ungum börnum þá reynslu að möguleikar þeirra séu óþrjótandi. Þau læra frá unga aldri að það er alltaf hægt að "gera það á annan hátt". Þetta er grunnurinn að því að leysa öll vandamál í framtíðinni. Í leikinn skoða börnin hlutina á opinn hátt og engin niðurstaða "rétt eða röng". Börnin læra frekar hvað er hægt að gera og hvað er ekki hægt að gera sjálf og fyrir sig sjálf.

Markmið:

 • Að örva vitrænan þroska og hugtakskilningur barnsins.
 • Að efla getu barnsins.
 • Að örva einbeiting barnsins.
 • Að örva hreyfiþroska barnsins.

Aðferðir:

 • Börn höfð saman í litlum hópnum, 4-6 í hverjum hópi.
 • rýmið þarf að vera nægilega stórt.
 • Á svæði mega ekki vera önnur leikföng eða annað sem truflar leikinn.
 • Best er að hafa teppi á golfinu; hljóðlátara og skemmtilegra fyrir börnin að sitja á teppi.
 • Svæðið þarf að skipuleggja vel til að koma í veg fyrir að börnin fari í einn hnapp.
 • Til að koma í veg fyrir að börnin rífist um dótið þurfa að vera um 50 hlutir í hverjum poka. Gott að láta börnin byrja með 20 hlutir hvert.
 • Það skulu ekki vera færri en 4 dollur á hvert barn auk annarra hluta. Þær eiga alltaf að vera til staðar.
 • Huga þarf að fjölbreytni þegar pokar eru valdir.
 • Einn fullorðinn getur haft umsjón með barnahópnum.

Hlutverk hins fullorðna
Lykilatriði í leikstund er að fullorðinn hafi vakandi áhuga og er til staðar. Leikur sem barnið stjórnar sjálft felur í sér eignin umbun; þar eru hrós og athugasemdir óþörf.

Starfsmaðurinn sjái um að velja hluti og að stilla upp leiksvæði/leikumhverfi fyrir leikstund.

 • Starfsmaðurinn á ekki að útskýra fyrir barninu hvað hluturinn er og til hvers hann er notaður.
 • Starfsmaðurinn þarf að hafa þægilegan stól til að hann geti fylgst með í rólegheitum.
 • Þegar nauðsyn krefur ætti starfsmaðurinn að umraða dótinu svo að lítið beri á, til að gera svæðið meira aðlaðandi.
 • Starfsmaður á ekki að fara úr leiknum eða trufla leik.

Sumu starfsfólki gæti í fyrstu fundust erfitt að fylgjast með án þess að skipta sér af börnum þar til ljóst væri að þau mundu una sér vel við leik í því afslappaða andrúmslofti sem þar ríkur. Ef hinn fullorðni fellst á að fylgjast með án afskipta getur hann/hún öðlast heilmikinn skilning á hugarheimi barnsins þar sem það fæst við hluti í þeim ytra heimi sem það hrærist í.

Tiltekt
Könnunarleikjastund getur staðið í allt að 45 mínútum en þriðjung af tímanum þarf að nota til að taka saman. Tíminn, sem varið er í tiltekt, er jafnmikilvægur þeim sem fer í leik, er í raun framlenging á leiknum. Með þolinmæði og í rólegu andrúmslofti skilja jafnvel yngstu börnin hvað þarf að gera. Það getur verið mjög gaman að taka saman og markar ákveðin verkalok bæði hjá fullorðna og börnum.

 • Það er skynsamlegra að byrja tiltekt með fordæmi.
 • Fyrst á að ganga frá stærstu hlutunum.
 • Við sýnum barninu það sem á að fara í pokann en barnið setur það sjálft ofaní.(alls ekki starfsmaðurinn)
 • Við nefnum þó ekki hlutinn á nafn.
 • Þegar hluturinn er kominn á sinn stað segir starfsmaðurinn "þakka þér fyrir" ekki "góð stelpur eða góðar strákur."
 • Starfsmaðurinn bætir við stuttum, skýrum athugasemdum þegar hlutunum er safnað saman, eins og "þarna er eitthvað bak við stól, við hægri fótinn þinn eð undir þarna."
 • Starfsmaðurinn á að fylgjast með hvort eitthvað sé ónýtt sem þarf að henda og bæta svo nýja við.

Read more

Hópastarf

Hópastarf

Við lítum ekki á hópastarf eingöngu sem þemavinnutíma. Börn læra best í gegnum leik og því er lögð mikil áhersla á leikinn sem slíkan í Múlaborg. Við sjáum hópastarfið sem umgjörð utan um leik, þar sem barnið tilheyrir hóp og fer með sínum hóp inn í skipulagt leikumhverfi. Hóparnir eru saman daglega frá kl 9,15- 10,00

Hvers vegna skipulagt leikumhverfi og hvers vegna veljum við sull, grjón, leir, leik með kubba, hlutverkakrók, spil, sal, myndsköpun og könnunarleikinn?

Sullið, grjónin og leirinn eru mikilvæg fyrir ung börn þar örva börnin snertiskyn sitt, einbeitingu og úthald. Það er fátt meira róandi en að standa við grjónakarið eða sullukarið og hella á milli. Auk þess sem leikur með þennan efnivið er mjög skemmtilegur og börnin njóta þess að vera í honum.

Leikir með kubba reyna á útsjónasemi, rök og stærðfræðigreind, samskipti, einbeitingu og úthald svo eitthvað sé nefnt.

Í hlutverkaleikjum eflist félagsþroskinn, börnin máta sig í ýmiss hlutverk og fá tækifæri til að vinna úr persónulegri reynslu sinni.

Í spilum reynir á að læra að fara eftir reglum, spil reyna á samskipti og auka málþroskann.

Hreyfing í sal stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Leikir, sem reyna á líkamann, veita barni útrás. Börnin læra að fara eftir reglum. Samhæfing hreyfinga, jafnvægi og öryggi barnsins eykst.

Myndsköpun er mikilvægur tjáningarmiðill. Frjáls og skapandi myndgerð barna, eins og t.d. teikningar, mótast af þroskastigi þeirra, reynslu og uppvaxtarskilyrðum. Skapandi myndmótun eflir sjálfstraust barnsins.

Read more

Flæði og highscope hugmyndafræðin

Flæði og highscope hugmyndafræðin

Stefnan felur í sér að börn læri mest og best þegar þau ákveða sjálf hvað þau vilja læra. Hlutverk starfsfólks er að vekja upp forvitni, útvega efnivið og aðstæður, spyrja opinna spurninga, hjálpa og hvetja börnin áfram í sinni rannsóknar vinnu, án þess endilega að gefa þeim svarið við gátunni heldur frekar að koma þeim á sporið. Valið er á öðrum forsendum en við eigum að venjast, enn sem komið er. Við erum að tala um raunverulegt val. Framkvæmt í litlum hópum þar sem börnin segja frá því sem þau hafa mestan áhuga á að gera þann daginn, síðan er talað um hvar er hægt að gera það sem barnið hefur ákveðið að gera og þá eru það yfirleitt fleiri en einn staður sem kemur til greina. Sem dæmi gæti barn vaknað upp einn daginn og langað til að vera eldspúandi dreki, eins og allir vita eru drekar út um allt jafnt úti sem inni og svo er líka hægt að teikna dreka eða fara í dreka gervi og í rauninni hægt að vinna út frá drekanum eins og hugmyndaflugið segir til um.
 
Samkvæmt stefnunni er aðstaðan sem við bjóðum börnunum uppá ekki falin í miklu plássi og dýrum fínum leikföngum, heldur miklu frekar í opnum efnivið og svo opnum svæðum þar sem leikir geta flætt og blandast saman eftir því sem hugmyndaflug barnanna segir til um. Þá er líka mælt með að ef t.d. einhverjir leikir (leikföng) sem eru á ákveðnum stöðum hafa meiri tilhneigingu til að flæða saman  en aðrir leikir  en svæðin ekki nálægt hvort öðru, að færa svæðin nær hvort öðru.  Reglurnar eru einfaldar, hvetja börnin til að finna, nota og skila sjálf hlutunum. Mjög mikilvægt er að starfsfólkið taki virkan þátt í tiltekt að leik loknum og hjálpi börnum að flokka rétt þar sem nú er leyfilegt að "blanda" dóti. Þetta er bara örlítið brot um stefnuna og markmið hennar. 

Hvað er það að velja?

 • Börn læra að setja fram markmið eða leysa vandamál
 • Börn ímynda sér athöfn eða verkefni og framkvæma það í valtímanum
 • Börn tjá persónulegar ætlanir og láta í ljós áhugasvið sitt
 • Börn skapa tilgang með ætlunum sínum
 • Val er meðvitað
 • Leikurinn breytist stöðugt á meðan valtímanum stendur

Hvers vegna er mikilvægt að geta valið?

 • Það hvetur börn til að setja fram sínar eigi hugmyndir, óskir og ákvarðanir
 • Það stuðlar að auknu sjálfsöryggi og sjálfstjórn
 • Það leiðir til virkrar þátttöku og einbeitingu í leiknum
 • Það ýtir undir mjög fjölbreyttan og flókinn leik

Read more