Í samræmi við jafnan rétt jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008 skuldbindur skólinn sig til að fara eftir Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki á hverju haust og vera sýnileg á heimasíðu skólans.
Skólastjóri ber ábyrgð á að Mannréttindastefnunni sé framfylgt.
Að auki skólinn í samræmi við 22. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum.
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla:
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu og atvinnulífi.
Á Múlaborg leggjum við víðan skilning í hugtakið jafnrétti, þar sitja allir við sama borð óháð uppruna, kynferði kynhneigð,stjórnmálaskoðunum,trúarbrögðum,litarhætti,ætterni,fötlum,sjúkdóma,efnahag eða annarrar stöðu. Við leggjum áherslu á mannréttindi og að fjölmenningar- og jafnréttissjónarmiðum sé framfylgt hvívetna.