Lyfjagjöf, slys og veikindi

Börnin geta sleppt útiveru á leikskólanum í einn dag eftir að þau hafa verið heima vegna veikinda. Ef þörf er á lengri inniveru en einn dag er litið svo á að barnið sé of veikt til að vera í leikskólanum.

Við hringjum í foreldra ef okkur finnst barninu líða illa eða ef það mælist með hita, en notaður er eyrnahitamælir í leikskólanum.

Við hringjum í foreldra ef börn meiða sig illa og fyrirmæli eru til starfsfólks um að skrá öll slys á sérstakt eyðublað.

Við gefum eingöngu lyf ef um nauðsynleg lyf er að ræða samkvæmt tilmælum læknis.

Við óskum eftir því að þegar barnið þarf að taka inn sýklalyf fari foreldrar fram á það við lækninn að hann vísi á lyf sem eingöngu þarf að gefa x 2 á dag.