Leikskólataskan

Það sem ávallt skal vera í tösku barnsins.
Ein til tvenn nærföt til skiptanna (fleiri ef verið er að venja barn á klósett), sokkar eða sokkabuxur, auka peysa og buxur. Einnig þarf barnið að hafa inniskó daglega á leikskólanum.

Að auki skal vera í töskunni þegar það á við
Þykk peysa, húfa, þykkir sokkar, tvennir vettlingar, regngalli, kuldagalli og skófatnaður eftir veðri. Húfur, vettlinga og sokka er mjög gott að hafa í vasa utan á töskunni. Munið að merkja allan fatnað og töskuna með nafni barnsins.