Afmæli

Á afmælisdegi barnsins býður leikskólinn öllum börnunum á deildinni upp á frostpinna (sem þau kalla ís) sem gerður er á leikskólanum úr hreinum ávaxtasafa. 

Börnin búa til kórónu í leikskólanum.

Afmælissöngurinn er alltaf sunginn fyrir börnin inni á deildinni og í söngsal á föstudögum.