Hagnýtar upplýsingar

Ofnæmi

Ofnæmi

Bráðaofnæmi

Bráðaofnæmi er lífshættuleg ofnæmisviðbrögð sem leiða til öndunarerfiðleika, meðvitundarleysis og jafnvel dauða ef ekki er brugðist skjótt við. Einkenni koma yfirleitt fram nokkrum mínútum eftir að viðkomandi hefur orðið fyrir ofnæmisvakanum
Efni sem geta valdið bráðaofnæmi

  • · Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
  • · Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
  • · Skordýrabit eða stungur.

Frjókorn og aðrir ofnæmisvakar sem andað er inn valda sjaldan bráðaofnæmi.

Nánar

Leikskólataskan

Leikskólataskan

Það sem ávallt skal vera í tösku barnsins.
Ein til tvenn nærföt til skiptanna (fleiri ef verið er að venja barn á klósett), sokkar eða sokkabuxur, auka peysa og buxur. Einnig þarf barnið að hafa inniskó daglega á leikskólanum.

Að auki skal vera í töskunni þegar það á við
Þykk peysa, húfa, þykkir sokkar, tvennir vettlingar, regngalli, kuldagalli og skófatnaður eftir veðri. Húfur, vettlinga og sokka er mjög gott að hafa í vasa utan á töskunni. Munið að merkja allan fatnað og töskuna með nafni barnsins.

Nánar

Afmæli

Afmæli

Á afmælisdegi barnsins býður leikskólinn öllum börnunum á deildinni upp á frostpinna (sem þau kalla ís) sem gerður er á leikskólanum úr hreinum ávaxtasafa. 

Börnin búa til kórónu í leikskólanum.

Afmælissöngurinn er alltaf sunginn fyrir börnin inni á deildinni og í söngsal á föstudögum.

Nánar

Lyfjagjöf, slys og veikindi

Lyfjagjöf, slys og veikindi

Börnin geta sleppt útiveru á leikskólanum í einn dag eftir að þau hafa verið heima vegna veikinda. Ef þörf er á lengri inniveru en einn dag er litið svo á að barnið sé of veikt til að vera í leikskólanum.

Við hringjum í foreldra ef okkur finnst barninu líða illa eða ef það mælist með hita, en notaður er eyrnahitamælir í leikskólanum.

Við hringjum í foreldra ef börn meiða sig illa og fyrirmæli eru til starfsfólks um að skrá öll slys á sérstakt eyðublað.

Við gefum eingöngu lyf ef um nauðsynleg lyf er að ræða samkvæmt tilmælum læknis.

Við óskum eftir því að þegar barnið þarf að taka inn sýklalyf fari foreldrar fram á það við lækninn að hann vísi á lyf sem eingöngu þarf að gefa x 2 á dag.

Nánar

Þjónustutími leikskólans - hvenær er opið?

Þjónustutími leikskólans - hvenær er opið?

Múlaborg er opinn frá 7.30 til klukkan 17.

Nánar