Umhverfisnefndarfundur 28. Mars 2014

 

Mætt eru: Hjalti, Jóhann, Rebekka, Sigurður og Þóra.

Ritari er Jóhann.

 

·         Rætt um flokkunartunnur

§  Flokkunartunnur verða myndskreyttar af börnum.

§  Rebekka ætlar að kaupa IKEA tunnur í næstu viku.

§  Það fara fjórar tunnur á deild.

§  Sorp verður flokkað eftir:  Pappír, almennt sorp og málmar, plast og lífrænt rusl.

 

·         Markmið: Minnka plastnotkun

§  Við þurfum að reyna að minnka notkun á plastpokum undir kúkableyjur.

Ø  Dæmi um lausn eru sérstakar kúkableyjutunnur.

§  Snýtubréf (klósettpappír m. Hori), eldhús- og klósettpappírsrúllur fara í lífrænt.

§  Gera pappírsmöppur fyrir teikningar barna.

§  Minnka plasthanskanotkun.

Ø  T.d. að hafa einungis plasthanska á annarri hendi við bleyjuskipti.

 

·         Rætt um rusl á lóðinni

§  Kennarar þurfa að vera vakandi eftir rusli og taka það inn og flokka með börnum.

§  Gera nágranna okkar meðvituð um rusl á lóðinni.

 

·         Umhverfisgátlistinn

§  Farið yfir listann. Rætt um það sem vantar og hvað þarf að gera til að hljóta grænfána.

§  Það verða áframhaldandi umræður um umhverfisgátlistann á næsta fundi.

 

·         ÁTAK

§  Slökkva ljós.

§  Passa að henda ekki perlum og öðrum litlum hlutum.

§  Minnka notkun á litaprentaranum.

Ø  Vera meðvituð um verð á bleki og öðru eins. Hugsa hvort það sé nauðsynlegt að prenta í lit.

 

Næsti fundur verður föstudaginn 11. Apríl 2014.

Umhverfisnefnd fundargerð 14. mars 2014

Umhverfisnefndarfundur 14. Mars 2013 kl 13:00 til 14:00

 

Mætt voru: Sigurður, Margrét, Jóhann, Hjalti, Þóra, Rebekka

Sigurður og Þóra rituðu fundargerð

·         Rætt var um umhverfissáttmálann (sjá viðhengi). Fundarmenn fara með hann og kynna hann á deildarfundi.

·         Koma á nýjum endurvinnslufötum inn á deildir og listum fyrir endurvinnslu.

·         Nýr umhverfisgátlisti er á leiðinni. Hann verður meira sundurliðaður fyrir skólastiginn.

·         Við ætlum að vinna í áttina að því að fá grænfánavottun fyrir vorið 2015.

·         Við munum minna fólk á ‚skref fyrir skref' listann

·         Næsti fundur verður á sama tíma eftir 2 vikur (28 mars).

 

 

Umhverfissáttmáli Múlaborgar (drög)

Við starfsfólk, börn og foreldrar á Múlaborg skuldbindum okkur með þessum umhverfis sáttmála til þess:

·         Að börnin fái að kynnast náttúrunni með beinni reynslu og upplifa og njóta hennar á eigin forsendum.

o    Að börnin noti efnivið úr náttúrunni til sköpunar.

o    Að auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

o    Að börnin fari í vettvangsferðir.

o    Að börn skilji hringrásir náttúrunnar og hugtakið sjálfbærni.

·         Að börnin læri að þekkja sérkenni hverrar árstíðar og séu læs á veður og aðstæður í náttúrunni.

o    Veðurfræðingur athugar veður með starfsmanni á hverjum morgni og segir til um hvernig er rétt að klæða sig.

·         Að ganga vel um leikskólann og umhverfi hans.

o    Útivörður aðstoðar starfsmann við að týna rusl á hverjum morgni.

·         Að börnin taki þátt í að flokka og endurvinna allt rusl.

o    Að endurnýta efni til sköpunar.

·         Að börnin verði virkir þátttakendur í að minnka vatns- og orkunotkun.

o    Rafmagnslaus dagur tvisvar á ári.

o    Orkuvörður (slökkvistjóri) aðstoðar starfsmann við að slökkva í mannlausum herberjum og á tækjum sem eru ekki í notkun.

o    Að hafa bíllausan dag / hjóladag einu sinni á ári.

·         Að efla samfélagskennd og lýðræðisleg vinnubrögð innan skólans.

o    Að tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning til dæmis með vettvangsferðum.

·         Börnin rækta sitt eigið grænmeti sem við borðum saman.

o    Matarafgangar flokkaðir til moltugerðar.

·         Pappír nýttur vel og flokkaður þegar það er búið að nota hann.

o    Gróðursett tré.

o    Búa til pappír.

Grænfáninn endurmat.

 

 

 

 

 

Múlaborg er að vinna að því að verða skóli á grænni grein. Til þess að fá grænfánann þurfum við að uppfylla sjö skref. Ég læt hér fylgja skrefin sjö og hvar við erum stödd í að vinna eftir þeim.

 

1. Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd starfar við skólann og skipuleggur og stýrir verkefninu. Í nefndinni sitja

fulltrúar nemenda, kennara, ræstingafólks, umsjónarfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin á að

starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur eiga að hafa þar mikið vægi. Mikilvægt er að

nefndin haldi reglulega fundi, þar séu skráðar fundargerðir og séð til þess að nemendum sé leiðbeint um

hlutverk sitt sem fulltrúar samnemenda sinna við stjórnun skólans hvað umhverfisstefnu varðar. Þannig

gegnir umhverfisnefndin mikilvægu hlutverki í kennslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni.

• Í umhverfisnefnd Múlaborgar sitja fulltrúar fár öllum deildum. Margrét fyrir Hvolpadeild,

Þóra fyrir Ungadeild, Hjalti fyrir Kisudeild, Neximej fyrir Bangsadeild og Siggi fyrir

utandeildar starfsfólk.  Umhverfisnefnd fundar einu sinni í mánuði.

 

2. Mat á stöðu umhverfismála. Meta skal stöðu umhverfismála í skólanum t.d. með aðstoð sérstaks

gátlista. Matið á að ná til fjölmargra þátta. Nauðsynlegt er að sem flestir nemendur taki þátt matinu.

• Umhverfisnefnd starfsárið 2012 – 2013 gerði mat á þremur af sjö atriðum á

umhverfisgátlista Landverndar. Nýtt mat verður gert við upphaf árs 2014 þegar nýr og

ýtarlegri gátlisti frá Landvernd liggur fyrir.

 

3. Áætlun um aðgerðir og markmið. Þær upplýsingar sem matið veitir eru notaðar til að gera áætlun um

markmið og aðgerðir. Mikilvægt er að skólar setji sér raunhæf markmið, forgangsraði þeim og hafi í huga

að ekki þarf að ná öllum markmiðum í einu - verkefnið heldur stöðugt áfram. Best er að setja sér fá og

skýr markmið og gjarnan að einhverju leyti mælanleg.

• Umhverfisnefnd stefnir að því að setja niður skýr skilgreind markmið í ákveðnum

málaflokkum og vinna markvisst að því að ná þeim. Þegar hverju einstöku markmiði er

náð verða sett ný markmið.

• Fyrsta markmiðið sem við ætlum að vinna að er að minka plastnotkun innan skólans.

o Umhverfismarkmið:

o Aðgerðaráætlun:

o Framkvæmd:

 

4. Eftirlit og endurmat. Stöðugt eftirlit og endurmat á að tryggja að settum markmiðum sé náð,

þau viðurkennd og þeim fagnað og ný markmið sett. Þessi þáttur á einnig að tryggja stöðuga

umhverfismenntun í skólanum.

• Fulltrúar í umhverfisnefnd fylgjast með plastpokanotkun á sinni deild og ganga úr skugga um að

börnin séu með taupoka.

• Það verður settur birgðalisti í kompunni þar sem fólk merkir við þegar það tekur nýja

plastpokarúllu.

• Umhverfisnefnd mun fara yfir innkaupanótur og athuga kostnað við plastpokainnkaup.

• 6. Apríl 2014 á markmiðinu um að minka plastnotkun að vera náð og umhverfisnefnd sér um að

skipuleggja hvernig áfanganum verður fagnað.

 

5. Námsefnisgerð og verkefni. Flestir nemendur fá markvisst nám í samræmi við þemun t.d. orku, vatn

og úrgang. Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn, flokka úrgang og minnka rusl.

Byggja skal á námsskrá eftir því sem við á og bæta viðeigandi þáttum inn í skólanámskrá í samræmi við

umhverfisstefnu.

• Þóra ætlar að gera loðtöflusögu um plast.

• Frekari námsefnisgerð þegar fram líða stundir, allt frumkvæði velkomið.

 

6. Að upplýsa og fá aðra með. Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki

og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Skólarnir eru hvattir til að tengjast öðrum stofnunum til

að læra af reynslu þeirra og sérþekkingu. Skólarnir eru einnig hvattir til að hafa samfélagið umhverfis í

huga við gerð markmiða. Alls kyns opnar sýningar á verkum nemenda og kynningar í skólanum eða í

fjölmiðlum upplýsa samfélagið um framgang verkefnisins.

• Fyrsta skref er að fá foreldra til að koma með taupoka.

• Frekari vinna að upplýsingu þegar fram líða stundir.

 

7. Umhverfissáttmáli. Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í

umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu

allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan.

• Að skrifa umhverfissáttmála er á dagskrá fyrir fund umhverfisnefndar 15. Nóvember.

• Æskilegt væri að sem flestir kæmu að samningu umhverfissáttmála, starfsfólk og börn.

• Drög verða birt að loknum nóvemberfundi og reynt að fá einróma samþykkt á

umhverfissáttmálann fyrir áramót.

 

Fyrir hönd umhverfisnefndar

Hjalti Hrafn

  • 1
  • 2