Hann Þorkell (Keli) sem er starfsmaður á Bangsadeild, er búinn að vera í heimsreisu síðan í byrjun janúar. Í dag, á þessum fallega glimmerdegi, hittumst við í salnum og hringdum í hann Kela sem er nú staddur í Tælandi. Það vakti mikla lukku að sjá hann Kela á skype! Hann sýndi krökkunum fíl sem var þarna rétt hjá honum. Svo sungum við saman „Tombai tombai“. Góða ferð Keli! Hlökkum til að fá þig til baka!
24 Feb 2017
Keli í Tælandi!
