Starfsfólk eldhússins á Múlaborg eru í tveimur stöðugildum og vinna mikið starf á degi hverjum við að sinna næringu barnanna og sérþörfum, en nokkur börn eru með fæðuóþol og ofnæmi af ýmsu tagi.
Matarmenningin í Múlaborg er á þann hátt að hér er lögð áhersla á hollann og góðan heimilismat. Notkun á sykri, salti og fitu er í lítil sem engin. Lögð er áhersla á aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum. Ávaxtastund er kl. 10.00 fh og kl. 16.40 eh. Maturinn og brauðin eru að mestu heimalöguð
og gætt er vel að réttri samsetningu á matnum. Í eldhúsinu er allur úrgangur flokkaður.
Valur matráður Björk aðstoðarmatráður