Góðan daginn
Þessi vika hefur verið mjög róleg. Það hefur vantað mörg börn sem hafa verið veik. Á mánudeginum var flæði, við frestuðum hópastarfinu á þriðjudeginum, vorum inni á miðvikudeginum vegna veðurs og í gær fórum við út fyrir hádegi og fórum svo í salinn efitir hádegi. Fyrst var þrautabraut en eftir kaffi fórum við í leiki. Í dag föstudag fórum við tvisvar út að leika í góða veðrinu. Við erum alltaf í málörvun á leikskólanum, syngjum , lesum, spilum og æfum íslensku málhljóðin með Lubba.
Við höfum verið að byrja að fara í leiki í salnum, auðvitað frekar einfalda leiki en samt þarf að fylgja reglum og fara eftir fyrirmælum. Það hefur bara gengið vel.
Töfraleikurinn. María og José voru töframenn sem breyttu börnunum í ýmisskonar dýr, þá áttu börnin að koma yfir salinn eins og þau dýr, hoppa eins og froskur, skríða eins og slanga og. sv. fr. Eftir það lékum við okkur með fallhlífina, við létum bolta á hana og reyndum að halda honum á lofti, fórum undir hana og æfðum litina með henni. Margt skrítið og skemmtilegt hægt að gera með stórri fallhlíf. Sjá myndir.