Góðan daginn
Í dag vorum við mikið út að leika og einnig var söngsalur.
Nokkrar breytingar hafa orðið á Ungadeildinni eins og alltaf á sumrin. Soffía hætti í gær og Lóa hættir næsta þriðjudag. Arkellie og Fannar Leví eru hættir og Atli Snævar, Axel Loke og Aylin eru farin á Bangsadeild.
Birkir Ari, María Björt og Sigurður eru byrjuð á Ungadeild. Við bjóðum þau velkomin á Ungadeildina.
María deildarstjóri er farin í sumarfrí og því verður ekkert meira skrifað á heimasíðuna í bili.
Kæru foreldrar og börn. Við á Ungadeild óskum ykkur alls hins besta í sumarfríinu og sjáumst hress í ágúst.
Elsku afmælisstrákur. Innilega til hamingju með 3 ára afmælið. Þínir vinir á Ungadeild.