Föstudaginn 1. apríl var blár dagur á Múlaborg. Þá mættu flestir í bláum fötum á Ungadeildinni.
Við nýttum tækifærið og tókum hópmynd.
Föstudaginn 1. apríl var blár dagur á Múlaborg. Þá mættu flestir í bláum fötum á Ungadeildinni.
Við nýttum tækifærið og tókum hópmynd.
Kennarar Ungadeildar sýndu leikritið Rauðhetta og úlfurinn í söngsal í dag. Það féll í góðan jarðveg og endurléku börnin leikritið á flestum deildum leikskólans.
Í júlí, ágúst og september voru nokkur börn á Ungadeild sem áttu afmæli. Þar sem heimasíðan var í fríi í sumar hafa engar afmælismyndir verið settar inn. Bæti úr því nú.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með 3 ára afmælið. Ykkar vinir á Ungadeild.
Síðastliðinn föstudag fóru Ungar í fyrsta skipulagða íþróttatímann sinn. Tveir hópar fóru í einu í salinn þar sem börnin fóru í íþróttastuttbuxur og svo var farið í þrautabrautina sem sett hafði verið upp. Við fórum nokkra hringi þar og svo var frjálst. Hinir tveir hóparnir voru í málörvun inn á deild á meðan, svo var skipt. Þetta gekk ljómandi vel og verður þetta svona á föstudögum í vetur hjá okkur. Nokkrar myndir frá íþróttatímanum.
Góðan daginn
Í dag vorum við mikið út að leika og einnig var söngsalur.
Nokkrar breytingar hafa orðið á Ungadeildinni eins og alltaf á sumrin. Soffía hætti í gær og Lóa hættir næsta þriðjudag. Arkellie og Fannar Leví eru hættir og Atli Snævar, Axel Loke og Aylin eru farin á Bangsadeild.
Birkir Ari, María Björt og Sigurður eru byrjuð á Ungadeild. Við bjóðum þau velkomin á Ungadeildina.
María deildarstjóri er farin í sumarfrí og því verður ekkert meira skrifað á heimasíðuna í bili.
Kæru foreldrar og börn. Við á Ungadeild óskum ykkur alls hins besta í sumarfríinu og sjáumst hress í ágúst.
Elsku afmælisstrákur. Innilega til hamingju með 3 ára afmælið. Þínir vinir á Ungadeild.