Nú er formlega komið haust á landinu okkar góða og haustlitirnir orðnir áberandi. Lita afbrigðin og breytingar sem haustið hefur í för með sér voru tekin sérstaklega fyrir í vettvangsferð í Grasagarðinn Laugardal um daginn.
Í skólahóp höfum við verið að fjalla um okkur sjálf og umhverfi okkar og leitt það áfram með því að tala um höfuðborgina okkar Reykjavík, Ísland, staðsetningu Íslands á jörðinni og munum svo teygja okkur áfram í umhverfið í kringum jörðina, til dæmis tunglið, sólin og sólkerfið. Auk þess eru fastir liðir eins og að fjalla um stafi vikunnar, orðaforði, málskilningur og stærðfræði.
Samstarf skólahóps og Háaleitisskóla/Álftamýri fer senn að hefjast og okkur hefur verið boðið í heimsókn 2. október þar sem við munum heimsækja skólann, hitta fyrsta bekk þar sem kunningjar og vinir frá Múlaborg munu taka á móti okkur í umsjá Árnínu sem sér um bekkinn.
Kynningarfundur: Í næstu viku munu verða haldnir kynningarfundir fyrir foreldra og aðstandendur barna á Kisudeild. fundurinn fyrir 2008 börn verður þriðjudaginn 2. október kl 8.30 og fyrir 2007 börnin 3. október kl 8.30. Fundurinn mun líklega standa yfir í um klukkutíma og hefðbundið starf fyrir börnin inná deild á meðan.
Nokkrar myndir úr starfinu undanfarið:
Grímugerð, Pétur frá Riff myndaði ferlið sem verður sýnt á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum verkefnum frá öðrum leikskólum.
Hópastarf
brugðið á leik í útiveru
Góðir gestir frá noregi kíktu við
Alvarleiki lífsins í grasagarðinum
Verið að rissa upp Reykjavík í hópastarfi.
Kveðja frá Kisudeild