gGaman á Öskudag
Fréttir frá Kisudeild
Kisudeild
Góðan dag.
Í þessarri viku fóru öll börnin á Kisudeild og 2008 árg. á Bangsadeild í heimsókn í Borgarleikhúsið.
Skólahópurinn fór í Umferðaskólann í Álftaborg með skólahópnum þar. Öll eru þau orðin mjög dugleg í umferðareglum, en nauðsynlegt er að minna þau á þær reglulega.
Erfiðlega gengur að setja inn myndir hér á fréttasíðuna, en flestar myndirnar eru komnar inn í myndamöppu Kisudeildar.
Góða helgi
Starfsfólk Kisudeildar
Kisufréttir
Góðan dag.
Ýmislegt hefur verið að gerast hjá okkur á Kisudeild síðustu tvær vikur.
Yngri hópurinn fór í heimsókní Fjölbraut við Ármúla og skólahópurinn fór í Laugardalinn að velja sér vinatré.
Það komu hér tveir harmonikuspilarar og léku fyrir dansi. Börnin voru búin að æfa dansana, Karl kom út í morguntíma, Óli skans og Kátir voru karlar og skemmtu sér allir konunglega.
Svo kom Leikfélagið Lotta og sýndu leikrit í sal.
Myndir af þessum atburðum eru komnar í myndamöppu.
Góða helgi.
Kisur og Bangsar
Kisu og Bangsahópurinn fóru í heimsókn í Fjölbraut við Ármúla í morgun.
Þau fengu að skoða ýmislegt sem tengist líkamanum.