Fréttir frá Bangsadeild
Bangsar vika 43
Góðan daginn kæru lesendur,
á Bangsadeild gengur allt sinn vanagang og flest allt er í föstum skorðum.
Það hefur ekki kannski allt gengið samkvæmt skipulaginu vegna veikinda
á starfsfólki á Múlaborg. Það hefur ekki verið hægt að senda öll bréfin fyrir
helgina en við erum að halda umræðunni heitri svo þau muni um hvað þetta
snýst allt saman. Þau kláruðu að labba með bréfin sín á pósthús í gær.
Á móti komumst við ekki með krakkana í dans í gær en reynum að bæta því
upp í dag.
Hópastarf er í umsjón hans Jóa þessa viku en hann mun fjalla um "risa í hafinu".
Við skiptumst á að vera með hópastarf viku og viku. Þannig fá börnin sama efni og
við fáum að fylgjast með þeim öllum frekar en þegar einn hópstjóri er í hverjum hóp.
Við erum að vinna með Lubbahljóð og nýbúin að fara yfir A, M, N, B og D. Takið eftir að við segjum ekki
hvað stafirnir heita heldur drögum athygli þeirra á því hvaða hljóð stafirnir gefa frá sér.
Við erum einnig búin að vinna með hljóðfæri. Sum eru alveg ný. Við skoðuðum myndir af þeim og
hlustuðum á hljóð sem þau gefa frá sér. Það má nefna tambúrinu, píanó, fíðlu, bjötlur, gítar, hörpu,
flautu, trommur, munnhörpu, harmóníku og fleiri.
Við reikna með því að það komast allir á heimsíðuna til að skoða myndir. Endilega sendið mér
línu ef þið eruð í einhverjum vandræðum.
Meira er ekki í fréttum.
Kær kveðja.
Bangsar.
Hér eru nokkrar myndir úr hópastarfinu í síðustu viku:
Afmælisbangsar í Janúar
Þrír litlir bangsar urðu árinu eldri í Janúar og óskum við þeim öllum innilega til hamingju!
Hrafnkell Kaj 4 ára
Sigurgeir Axel 4 ára
Freyja Nótt 4 ára
Jólaverkstæði - Bangsar
Undanfarið hefur verið jólaverkstæði inn í sal þar sem öll börnin hafa fengið að föndra eitthvað jólajóla.
Tökur fyrir Stundina Okkar á Árbæjarsafninu
Föstudaginn 7. des fóru átta börn og þrír starfsmenn í Árbæjarsafnið en þar var tekið upp atriði fyrir Stundina Okkar. Börnunum var meðal annars sýnt hvernig kerti voru búin til í gamla daga og hvernig smjörið var strokkað og einnig fengu þau að skera út laufabrauð og sáu hvernig það var steikt. Farið verður í fleiri svona ferðir seinna í vetur fyrir Stundina Okkar og verður mjög gaman að fylgjast með þessu þegar þetta verður sýnt.
Ekki fannst mikill tími fyrir myndatökur en þó náðust nokkrar myndir.