Leikskólinn opnar fimmtudaginn 2.ágúst
Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 2.ágúst eftir sumarlokun.
Keli í Tælandi!
Hann Þorkell (Keli) sem er starfsmaður á Bangsadeild, er búinn að vera í heimsreisu síðan í byrjun janúar. Í dag, á þessum fallega glimmerdegi, hittumst við í salnum og hringdum í hann Kela sem er nú staddur í Tælandi. Það vakti mikla lukku að sjá hann Kela á skype! Hann sýndi krökkunum fíl sem var þarna rétt hjá honum. Svo sungum við saman „Tombai tombai“. Góða ferð Keli! Hlökkum til að fá þig til baka!
Og þá var konudagurinn
Auðvitað buðu allir mömmum, ömmum, systrum, frænkum, langömmum og bara öllum flottum konum í kaffi til okkar á föstudaginn var! Og auðvitað mættu þær allar með bros á vör! Mikið var gaman að sjá ykkur allar samankomnar!
Þorrinn á Múlaborg
Þorrinn fór ekki fram hjá okkur á Múlaborg og fengu hér allir þorramat að borða, þennan sér íslenska dýrindis mat eins og hákarl, súran hval, hangikjöt og með því. Maturinn rann svo mis vel ofan í fólkið en allur skólinn borðaði saman í íþróttasalnum. Það verður alltaf mikið stuð að syngja og borða saman.
Bóndadagur
Í morgun mættu hressir pabbar, afar, bræður og frændur til okkar á Múlaborg. Auðvitað, það er Bóndadagur í dag! Allir fengu sér hafragraut og slátur og síðan tókum við saman Þorraþræl í söngsalnum. Því má ekki gleyma að það voru tvö afmælisbörn í hópnum, einn drengur á Ungadeild og síðan einn pabbi sem sagðist vera 25.