Leikskólinn Múlaborg

Article Index

Leikskólinn Múlaborg var formlega stofnaður 24. janúar árið 1975 og hann var byggður af Reykjavíkurborg sem fjögurra deilda leikskóli.

Leikskólinn starfar skv. lögum um leikskóla nr. 78/1994, settum reglugerðum um starfsemi leikskóla og aðalnámskrá leikskóla frá 1999. Í aðalnámskrá leikskóla er bent á samofna starfsþætti með barnið í brennidepli og megininntök í uppeldisstarfinu.

Múlaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Við höfum 90 vistunarrými þar af 8 rými ætluð fötluðum börnum.
Múlaborg er heilsárs leikskóli og hefur aðsetur að Ármúla 8a, 108 - Reykjavík.
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl. 7:30 til 17:00