• Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
    • Eldhús
    • Lag og tákn vikunnar
    • Krækjur
    • Grænfáni
    • Viðburðadagatal
    • Jafnréttisáætlun Múlaborgar
    • Lýðræði
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Sérstaða okkar
  • Myndir
  • Information
    • Íslenska
    • English
    • Polski
    • Español
    • Pусский
    • ภาษาไทย
    • Việt
    • Filipino
    • Shqiptar
    • Cрпски/Srpski
    • العَرَبِيَّةُ
    • Lietuvių
    • Português
04 Nóv2014

Bréf frá stjórn foreldrafélags

Foreldrafélag: Ný stjórn og greiðsluseðlar

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í október var kosin ný stjórn í foreldrafélaginu.
Formaður er Erna móðir Finns á Kisudeild og Óskars á Ungadeild, varaformaður er Valgerður móðir Helga á Hvolpadeild, gjaldkeri er Arndís móðir Birkis Ara á Ungadeild, ritari er Marta
móðir Hafliða Keld á Bangsadeild og meðstjórnendur eru Páll faðir Páls á Bangsadeild og Helga móðir Elinborgar á Hvolpadeild.

Góður hópur er nú tekinn til starfa í foreldrafélaginu og vonumst við til að eiga gott samstarf við foreldra og leikskólann. Ef einhver vill bætast við hópinn er það meira en velkomið. Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf.

Greiðsluseðlar eru komnir í heimabankann og við hvetjum alla til að greiða í félagið. Foreldrafélagið byggir starf sitt á þessum greiðslum og viljum við halda áfram að standa fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir börnin, eins og jólaballi, sveitaferð og ýmsum heimsóknum og leiksýningum í leikskólann. Greiðslan er að sjálfsögðu valkvæð, en þeir sem ekki greiða í foreldrafélagið munu þurfa að greiða sjálfir fyrir stærri viðburði.

Upphæð félagsgjalda er óbreytt, 3000 krónur á barn hvora önn. Gefinn er systkinaafsláttur, þeir sem greiða fyrir tvö börn greiða 4500. Um er því að ræða tvær greiðslur , eina núna og aðra eftir áramót. Ef þið eruð ekki með heimabanka getið þið lagt inn á reikning 0338-26-301260 og kt: 501197-2629. Munið að setja nafn ykkar barns í skýringu við greiðslu.

í lokin viljum við benda á facebook síðuna okkar,
http://www.facebook.com/groups/28088607170/ (Foreldrafélag Múlaborgar).
Þar er tilvalinn vettvangur fyrir okkur foreldra að koma skilaboðum og hugmyndum á framfæri. Við ætlum að vera dugleg að auglýsa viðburði þar og hvetjum alla til að bæta okkur við á vinalistann.

Bestu kveðjur, stjórn foreldrafélags Múlaborgar.

 

The parents association: A new board and payment slips

Dear Parents/legal guardians,

In October a new board was elected for the parents association of Múlaborg. The chairman is Erna, mother of Finnur in Kisudeild and Óskars in Ungadeild, the co-chairman is Valgerður, mother of Helgi in Hvolpadeild, the treasurer is Arndís, mother of Birkir Ari in Ungadeild, secretary is Marta, mother of Hafliði Keld in Bangsadeild, and Páll, father of Páll in Bangsadeild and Helga, mother of Elinborg in Hvolpadeild are board members as well.

We hope to have a great cooperation with both parents and Múlaborg on those projects that the parents association will be in charge of throughout the year. If anyone wants to join the group, it is more than welcome. We thank the outgoing committee for their excellent work.

Payment slips can now be found in your online bank account and we encourage everyone to pay for their child/children. These payments provide funding which allows the parents association to operate and stand for some fun events for the children, such as the Christmas ball and the country trip. The payment is of course optional, but those who don't pay will have to pay themselves for bigger events.

The payment remains the same as last year, or 3000 ISK per child. Those who have two children in Múlaborg do receive a discount and will pay a total of 4500 ISK. There will be two payments, one now and one after New Year. If you don't have online banking you can transfer money into this account: 0338-26-301260 and ID nr: 501197-2629. Please remember to put your child´s name under commentary/note when you make the payment.

You can also find us on Facebook:
http://www.facebook.com/groups/28088607170/ (Foreldrafélag Múlaborgar).
The Facebook page is a good forum for you to present ideas you may have and to get in contact with other parents. The parents association will be active on the page and advertise upcoming events there so make sure to add us as your friend.

Kind regards, the board of the Parents' Association.

10 Nóv2009

Fjáröflun föstudaginn 13. nóvember kl. 15-17

Kæru foreldrar.

Foreldrafélag Múlaborgar hefur ákveðið að efna til fjáröflunar til styrktar Múlaborg. Raunin er sú að mikill niðurskurður stendur fyrir dyrum til að fjárlög standist og þessi niðurskurður kemur einna helst niður á þeirri starfsemi sem snýr að þroska og afþreyingu barnanna okkar. Við viljum snúa vörn í sókn og sjá til þess að starfsemin á Múlaborg sé áfram öflug og hvetjandi fyrir börnin. Við viljum því hvetja alla foreldra til að bjóða ættingjum og vinum barnanna að koma. Í boði verður kaffi og meðlæti sem hægt er að kaupa gegn vægu gjaldi, kökubasar, ljósmyndasýning og listagallerý upprennandi listamanna. Listaverkin verða boðin til sölu sem og myndirnar af börnunum við leik og störf. Ágóðinn verður notaður til að kaupa myndavél og annað sem sárlega vantar. Posar verða á staðnum til að taka við greiðslum.

Vonumst til að sjá sem allra flesta!

______________________________

Dear parents.


Mulaborg's Parents Association has decided to throw a fund raiser for Mulaborg. Budget cuts have to be made in the Department of Kindergartens as well as elsewhere in the city’s budget. The main aspects that will suffer from these budget cuts are the ones that aim at the children's development and leisure. We want to turn defense into offense and make sure that the good work done at Mulaborg is continued for the benefit of our children. Therefore we encourage all of you to invite friends and relatives to come and join us. On offer will be coffee and pastries which can be purchased for a nominal fee as well as cake bazaar and a gallery representing our young ones. The art will be offered for sale as well as pictures of the children working and. The profit will be used to buy a camera and other necessities. Credit and debit cards will be accepted.

Hope to see you all there!
06 Nóv2009

Fjáröflun - 13. nóvember 2009 kl. 15-17

Kæru foreldrar

Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka ömmur, afa, frændur og frænkur með!

 

Kær kveðja,

Foreldrafélagið

 

  • 1
  • 2
  • 3
  • Fréttir

Leikskóladagatal

jpgLeikskóladagatal

xlsLeikskoladagatal

pdf Leikskoladagatal-2020-2021.pdf

Leikskólinn Múlaborg | Ármúla 8a | 108 Reykjavík | Sími: 568 5154 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst |  loginInnskráning

Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Hvolpadeild
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Ungadeild
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Bangsadeild
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Kisudeild
        • Fréttir
        • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Matseðill
      • Starfsfólk
    • Lag og tákn vikunnar
    • Krækjur
      • Skóla- og frístundasviðSkóla- og frístundasvið
      • Rafræn ReykjavíkRafræn Reykjavík
      • List og menning í leikskólastarfiList og menning í leikskólastarfi
      • Fjölmenning í leikskólumFjölmenning í leikskólum
      • ForeldravefurForeldravefur
    • Grænfáni
    • Viðburðadagatal
    • Jafnréttisáætlun Múlaborgar
    • Lýðræði
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
      • Fréttir
    • Foreldraráð
      • Fréttir
  • Sérstaða okkar
  • Myndir