Leikskólinn Múlaborg

Article Index

Leikskólinn Múlaborg var formlega stofnaður 24. janúar árið 1975 og hann var byggður af Reykjavíkurborg sem fjögurra deilda leikskóli.

Leikskólinn starfar skv. lögum um leikskóla nr. 78/1994, settum reglugerðum um starfsemi leikskóla og aðalnámskrá leikskóla frá 1999. Í aðalnámskrá leikskóla er bent á samofna starfsþætti með barnið í brennidepli og megininntök í uppeldisstarfinu.

Múlaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Við höfum 90 vistunarrými þar af 8 rými ætluð fötluðum börnum.
Múlaborg er heilsárs leikskóli og hefur aðsetur að Ármúla 8a, 108 - Reykjavík.
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl. 7:30 til 17:00


Markmið Múlaborgar:

 • Er að stuðla að jafnrétti allra barna...
 • Er að koma til móts við þarfir allra barna...
 • Er að stuðla að samvinnu allra fag- og uppeldisstétta...
 • Er að efla félagslegan þroska barna og stuðla að umburðarlyndi og tillitsemi gagnvart öðrum...
 • Er að efla alhliða þroska barnanna og auðvelda þeim þannig að takast á við lífið og framtíðina á ábyrgan hátt...

Stefna leikskólans - Hugmyndafræðileg sýn

 • Leikskólinn sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna.
 • Börn eru fyrst og fremst börn með sömu frumþarfir, síðan getur hver einstaklingur haft sínar sérþarfir.
 • Í samvirku námi eru allir metnir að eigin verðleikum og allir hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína.

Leiðir að markmiðum:

 • Er val á viðfangsefnum
 • Eru skipulagðar vinnustundir
 • Er samvinnuverkefni
 • Er náið og gott foreldrasamstarf
 • Er festa og gott skipulag
 • Er jákvætt og hugmyndaríkt starfsfólk
 • Er gott upplýsingaflæði
 • Er fjölbreyttur og opin efniviður

Heildtæk skólastefna:

 • Eru fjölbreyttar aðferðir, notaðar til að þróa uppeldisstarf með getubreiðan barnahóp.
 • Er að jafnaldrar séu saman og þörfum hvers og eins mætt.
 • Er áhersla á, að öll börn eigi hlutdeild í leikskólasamfélaginu.
 • Litið er á félags- og námslegan breytileika, sem kost.

Leikskólinn Múlaborg var formlega stofnaður 24. janúar árið 1975 og hann var byggður af Reykjavíkurborg sem fjögra deilda leikskóli.

Í upphafi var gert samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Barnavinafélagsins Sumargjafar sem sá um rekstur leikskóla í Reykjavíkurborg á þeim tíma, að ein af deildum hins nýja leikskóla yrði afhent Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til rekstrar fyrir börn sem áttu við hreyfihömlun að stríða. Þetta rekstrarfyrirkomulag stóð yfir þar til í janúar 1978 er Reykjavíkurborg yfirtók rekstur leikskóla Sumargjafar. Þann 1. maí sama ár yfirtók Reykjavíkurborg ennfremur rekstur sérdeildar leikskólans Múlaborgar.
Hugmyndafræðin að baki þessarar samvinnu var að þessir hópar hreyfihamlaðra og heilbrigðra barna myndu getað blandast saman í leik og starfi. Það var ekki sjálfgefið á þeim tíma. Lög og reglugerðir um málefni fatlaðra breyttust síðar þar sem áhersla var lögð á blöndun þ.e. að fatlaður einstaklingur umgekkst að einhverju leiti ófatlað barn með heimsókn á almenna deild eða með samveru í sal.

Árið 1992 hófst síðan aðlögun að breytingum þar sem fötluð börn voru alfarið á almennri deild og sérdeildin var lögð niður. Breytingin átti sér stað haustið 1993. Sumarið 1994 var hafist handa við að endurskipuleggja útileiksvæði Múlaborgar með þarfir þessa hóps í huga. Þeim framkvæmdum lauk sumarið 1995.

Síðustu ár hefur verið unnið eftir hugmyndafræði heildtækrar skólastefnu sem þýðir í raun sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra eða skóli fyrir alla. Lög um leikskóla gera ráð fyrir að öll börn geti notið leikskólavistar og að komið sé til móts við þarfir hvers einstaklings. Frá upphafi skólans hafa fötluð börn notið þjónustu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.


 Úttekt á leikskólanum Múlaborg 2011 - unnið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið