Menntun verðandi kennara á Múlaborg

Múlaborg er í hópi þeirra úrvalsleikskóla sem gert hafa samstarfssamning um kennaramenntun við K.H.Í. Í samningnum felst að tiltekinn fjöldi nemenda hefur aðgang að Leikskólanum vegna æfingakennslu, kynnisheimsókna og þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu.

Samningurinn gerir ráð fyrir möguleikum á samstarfi við KHÍ  um þróunarverkefni og rannsóknir. Í Múlaborg er mikill áhugi fyrir að þessir möguleikar samningsins verði strax nýttir.

Við erum stolt af þessum samstarfi við æðstu menntastofnun landsins, en eins og er kunnugt eru Kennaraháskólinn (KHÍ) og Háskóli Íslands nú að sameinast undir merkjum H.Í.

Við erum líka stolt af því að kennararnir á Múlaborg séu valdir til þeirra merkilegu starfa að mennta verðandi kennara landsins.