Hópastarf

Við lítum ekki á hópastarf eingöngu sem þemavinnutíma. Börn læra best í gegnum leik og því er lögð mikil áhersla á leikinn sem slíkan í Múlaborg. Við sjáum hópastarfið sem umgjörð utan um leik, þar sem barnið tilheyrir hóp og fer með sínum hóp inn í skipulagt leikumhverfi. Hóparnir eru saman daglega frá kl 9,15- 10,00

Hvers vegna skipulagt leikumhverfi og hvers vegna veljum við sull, grjón, leir, leik með kubba, hlutverkakrók, spil, sal, myndsköpun og könnunarleikinn?

Sullið, grjónin og leirinn eru mikilvæg fyrir ung börn þar örva börnin snertiskyn sitt, einbeitingu og úthald. Það er fátt meira róandi en að standa við grjónakarið eða sullukarið og hella á milli. Auk þess sem leikur með þennan efnivið er mjög skemmtilegur og börnin njóta þess að vera í honum.

Leikir með kubba reyna á útsjónasemi, rök og stærðfræðigreind, samskipti, einbeitingu og úthald svo eitthvað sé nefnt.

Í hlutverkaleikjum eflist félagsþroskinn, börnin máta sig í ýmiss hlutverk og fá tækifæri til að vinna úr persónulegri reynslu sinni.

Í spilum reynir á að læra að fara eftir reglum, spil reyna á samskipti og auka málþroskann.

Hreyfing í sal stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Leikir, sem reyna á líkamann, veita barni útrás. Börnin læra að fara eftir reglum. Samhæfing hreyfinga, jafnvægi og öryggi barnsins eykst.

Myndsköpun er mikilvægur tjáningarmiðill. Frjáls og skapandi myndgerð barna, eins og t.d. teikningar, mótast af þroskastigi þeirra, reynslu og uppvaxtarskilyrðum. Skapandi myndmótun eflir sjálfstraust barnsins.