Einingakubbar

Einingakubbar eu sérstakir kubbar úr tré. Börnin skapa frjálst, ein eða með öðrum. Börn og starfsmaður geta rætt um lausnir ef  þarf .  Börnin ganga frá kubbunum með því að láta þá inn í hillur sem merktar eru með lögun kubbana. Hægt er að fara í ýmsa þroskaleiki tengda frágangi s.s.börnin raða kubbunum  eftir lögun og stærð ekki fleiri en fimm kubba í stafla. Börnin þjálfast í að telja, eins er hægt að biðja um minni og stærri eða vissa lögun osfrv. og æfa þar með stærðfræði og hugtaka skilning. Börnin finna  líka oft upp sína eigin leiki til að ganga frá.

Börnin ganga í gegnum stigbundna þróun í kubbaleik.

1stig. Ung börn bera oftast kubbana um og stafla óreglulega. Með þessu eru börnin að kynnast rýminu og kubbunum.

2.stig. Um 2-3 ára fara börnin að byggja úr kubbunum. Aðallega turna og láréttar byggingar. Oft endurtekið.

3.stig. Börnin fara að brúa bil tveggja kubba með því að nota þriðja kubbinn.

4.stig. Börnin fara að umgirða og loka svæðum.

5.stig. Á þessu stigi fara að koma fram mynstur í byggingum til skrauts. Byggingarnar fara að vera eins báðum megin.

6.stig. Snemma í byggingarþróuninni fara börn að nefna byggingar sínar en nöfnin tengjast ekki alltaf útliti byggingar. Eldri börn gefa oft byggingum nöfn sem tengjast hlutverki eða starfssemi þeirra.

7.stig. Börnin byggja hús eða staði sem þau þekkja af eigin reynslu. Með aukinni hæfni og byggingartækni verður hlutverkaleikur í tenglsum við byggingar algengari.Börnin verða nú upptekin af  smáatriðum og nota mikið viðbótar efni til að tjá þau.

Reglur um kubbana:

  • Það má ekki henda kubbunum í gólfið.

=ekki meiða kubbana.

  • það má ekki slá með kubbunum.

=ekki meiða aðra.

  • Það má ekki skemma fyrir öðrum.
  • Það má ekki byggja hærra en þú sjálfur

(Sjá grein í blaðinu Fóstra 1 tbl. 25. árg. desember 1992)