Flæði og highscope hugmyndafræðin

Stefnan felur í sér að börn læri mest og best þegar þau ákveða sjálf hvað þau vilja læra. Hlutverk starfsfólks er að vekja upp forvitni, útvega efnivið og aðstæður, spyrja opinna spurninga, hjálpa og hvetja börnin áfram í sinni rannsóknar vinnu, án þess endilega að gefa þeim svarið við gátunni heldur frekar að koma þeim á sporið. Valið er á öðrum forsendum en við eigum að venjast, enn sem komið er. Við erum að tala um raunverulegt val. Framkvæmt í litlum hópum þar sem börnin segja frá því sem þau hafa mestan áhuga á að gera þann daginn, síðan er talað um hvar er hægt að gera það sem barnið hefur ákveðið að gera og þá eru það yfirleitt fleiri en einn staður sem kemur til greina. Sem dæmi gæti barn vaknað upp einn daginn og langað til að vera eldspúandi dreki, eins og allir vita eru drekar út um allt jafnt úti sem inni og svo er líka hægt að teikna dreka eða fara í dreka gervi og í rauninni hægt að vinna út frá drekanum eins og hugmyndaflugið segir til um.
 
Samkvæmt stefnunni er aðstaðan sem við bjóðum börnunum uppá ekki falin í miklu plássi og dýrum fínum leikföngum, heldur miklu frekar í opnum efnivið og svo opnum svæðum þar sem leikir geta flætt og blandast saman eftir því sem hugmyndaflug baranna segir til um. Þá er líka mælt með að ef t.d. eitthverir leikir (leikföng) sem eru á ákveðnum stöðum hafa meiri tilhneigingu til að flæða saman  en aðrir leikir  en svæðin ekki nálægt hvert öðru, að færa svæðin nær hvort öðru.  Reglurnar eru einfaldar, hvetja börnin til að finna, nota og skila sjálf hlutunum. Mjög mikilvægt er að starfsfólkið taki virkan þátt í tiltekt að leik loknum og hjálpi börnum að flokka rétt þar sem nú er leyfilegt að "blanda" dóti. Þetta er bara örlítið brot um stefnuna og markmið hennar. 

Hvað er það að velja?

  • Börn læra að setja fram markmið eða leysa vandamál
  • Börn ímynda sér athöfn eða verkefni og framkvæma það í valtímanum
  • Börn tjá persónulegar ætlanir og láta í ljós áhugasvið sitt
  • Börn skapa tilgang með ætlunum sínum
  • Val er meðvitað
  • Leikurinn breytist stöðugt á meðan valtímanum stendur

Hvers vegna er mikilvægt að geta valið?

  • Það hvetur börn til að setja fram sínar eigi hugmyndir, óskir og ákvarðanir
  • Það stuðlar að auknu sjálfsöryggi og sjálfstjórn
  • Það leiðir til virkrar þátttöku og einbeitingu í leiknum
  • Það ýtir undir mjög fjölbreyttan og flókinn leik