Fundargerð umhverfisnefndar 15. nóvember 2013

Umhverfisnefnd

15. Nóvember 2013

Mættir eru: Jose (staðgengill fyrir Þóru á Unga deild), Nexhmije, Siggi, Margrét, Hjalti

Ritari: Siggi, Hjalti

Fundurinn settur 13:15

 

Á dagskrá fundarins var að byrja vinnu við að búa til umhverfissáttmála fyrir Múlaborg, en það er eitt af

skrefunum sjö sem við þurfum að taka til að fá grænfánann.

• Umhverfissáttmálinn á að vera unninn í samvinnu við alla sem að skólanum standa. Rætt var

um hvernig best væri að gera það.

• Fulltrúar í umhverfisnefnd ætla að fá hugmyndir frá fólki inni á deildunum og Hjalti hjá

börnunum líka á Kisudeild og það verður settur upp hugmyndakassi.

• Farið var yfir nokkra umhverfissáttmála af öðrum skólum. Þeir eru mjög mismunandi og mis

ýtarlegir.

• Einnig var farið yfir Sjálfbærni þemaheftið fyrir grunnþætti aðalnámsskrár. Þar voru nokkrar

góðar hugmyndir og sögur. Ekki gafst tími til að fara yfir ítarefni sem bent er á í heftinu.

• Rætt var um hvort umhverfissáttmáli sé fyrir börnin eða fyrir fullorðna. Nefndin hallaðist heldur

að því að sáttmálinn ætti að vera aðgengilegur og skiljanlegur fyrir börnin.

• Sú hugmynd kom upp að hafa sáttmálann tvöfaldan, einn fyrir börn og annan fyrir fullorðna, en

það þótti of flókið.

• Rætt var um að nota myndir til að koma efni umhverfissáttmála til skila. Möguleiki á að láta

börnin teikna eða mála myndir, eða nota ljósmyndir.

 

Nefndin ræddi það hvernig væri best að koma hugmyndum um sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni til

skila til ungra barna. Hvernig er hægt að fá börnin til að skynja það að við mannfólkið og náttúran erum

samtengd í heilstæðu vistkerfi?

• Öll börn ættu að fá beina reynslu af náttúrunni. Þetta er hægt að gera með vettvangsferðum.

Áhersla á beina upplifun af náttúrunni.

• Það þarf að vinna með reynsluna, til dæmis með skapandi verkefnum, eða sögum, frásögnum.

Hjálpa börnunum þannig að tengja saman reynsluna af mismunandi umhverfi og skilja tengsl

og hringrásir í náttúrunni.

• Vinna með hringrásir, einfaldasta dæmið um hringrás er líklega árið svo það kom upp

hugmynd að búa til stórt verkefni um árstíðirnar.

• Við viljum leggja áherslu á vítt sjónarhorn: Að við og allar lífverur eigum heima á Jörðinni.

 

Áherslan er á að allir á Jörðinni tilheyra einum hóp og einu samtengdu vistkerfi. Þetta er

mótvægi við það að margt sem við gerum leggur áherslu á Ísland eða nærumhverfi. Það á

auðvitað líka að tala um Ísland og náttúru þess en í því samhengi að það er hluti af Jörðinni og

stærra vistkerfi.

 

Fundi var slitið kl 14:00

Fundargerð umhverfisnefndar 18. Október 2013

Umhverfisnefnd 18. október

Mætt eru: Hjalti, Margét, Neximje, Siggi og þóra.

 

• Farið yfir stöðuna.

• Klikkaðist á fundargerð síðast.

• Vantar upp á aðgerðir.

• Gátlisti grænfána orðinn annar.

• Vantar meiri virkni frá starfsfólki.

• Ákveðið að búa til markmið og samantekt.

• Byrjað að vinna með þema. Nota vefinn. Einn hring(þema/áætlun) á ári.

• Unnið verður áfram með gamla gátlistann þangað til nýi grænfánalistinn kemur.

• Talað um breytta stefnu:

o þvott: reyna að minnka þvottinn sem fer í þvottavél.

o mjólkurfernur: fá í staðinn mjólkurvél.

o plast: fara yfir almenna notkun, nota taupoka fyrir skítug föt barnanna.

• Fyrsta aðgerð verður að byrja á taupokum, foreldrar komi með taupoka fyrir börnin, Múló

selji kannski poka ef foreldrar vilja kaupa af okkur.

• Taubleyjur verða „leyfðar" á Múló.

• Taupokar og taubleyjur verða kynntar á súpufundi.

• Upplýsingar um taupoka verða sendar í pósti, skrifað á miða í hólfin og til máls á súpufundi.

• Þóra ætlar að gera loðtöflusögu um umhverfismál, fyrir 1. Nóvember.

• Endurmat á umhverfisstefnunni í Apríl.

• Starfið skal vera sýnilegt.

Á grænni grein!

Það er ekki tekið út með sældinni að vera skóli á grænni grein!

  

Hann Siggi dressaði sig upp og hrærði svo í tunnunni, þar sem allt er að gerast og gerjast!

  • 1
  • 2