hvolpadeild 1
ungadeild 1
bangsadeild 1
kisudeild 1

Hvolpadeild

Article Index

Stærðfræði með ungum börnum

Stærðfræði í kennslu með ungum börnum er hægt að skoða í víðu samhengi. Þegar flestir hugsa um stærðfræði þá koma efst í huga ákveðin hugtök, svo sem að geta talið, lagt saman, dregið frá, vargfaldað. En stærðfræði ungra barna er öll í umhverfi þeirra.

Það sem við ætlum að leggja áherslu á næstu vikum í leik og hópastarfi er eftirfarandi:

 • Þekkja grunnform (hringur, ferningur og þríhyrningur)
 • Að þekkja talnagildi til þrjú og geta talið fimm hluti
 • Að sjá og greina "eins" og "ekki eins"
 • Að þekkja hugtök eins og stór, lítill, þungur, léttur, langur, stuttur, meira, minna, fullur, tómur og nokkur fleiri.
 • Að flokka og þekkja liti
 • Að kanna eiginn stað í umhverfinu
 • Að efla rökhugsun
 • Að efla gripfærni
 • Að efla fínhreyfingar

Allt þetta gerum við í gegnum fjölbreyttan leik og borðvinnu. Við ætlum að:

 • Klippa, rífa og líma
 • Mála
 • Spila markvisst
 • Bakkaleikir
 • Hreyfileikir í sal
 • Umræður
 • Tölvunotkun
 • Lestur
 • Kubbavinna