hvolpadeild 1
ungadeild 1
bangsadeild 1
kisudeild 1

Hvolpadeild

Article Index

 

Nú er fer aðlögun senn að ljúka. Við komum til með að vera 18 börn á Hvolpadeild í vetur. 8 drengir og 10 stúlkur. Flest barnna eru fædd  20.. en þó eru komin 4 börn sem fædd eru 20... Kennarar verða. .....

Nærvera og öruggt umhverfi skipta miklu máli þegar börn byrja á leikskóla og það er það sem við viljum hugsa um fyrst og fremst á Hvolpadeild. Hér bjóðum við börnum upp á málhvetjandi umhverfi og skemmtilegan þroskandi leik. Hér notum við tákn með tali (TMT) samhliða töluðu máli sem auðveldar samskipti fyrir þau sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða. TMT gefur öllum möguleika til að tjá sig. Síðast en ekki síst læra börnin hér sjálfshjálp eins og að klæða sig og borða sjálf. Hér fer fram mikil og vönduð vinna. Lengi býr að fyrstu gerð.


pdfDagskipulag Hvolpadeildar


pdfNámsskrá Hvolpadeildar


Við erum búin að taka ákvörðun um að skipta ekki börnunum í fasta hópa og höfum góð rök fyrir því. Börnin leika og læra alltaf í hópum, þau velja sér inn á svæði og með því myndast hópur sem vinnur saman. Þannig kynnast öll börnin vel og kunna að vinna saman óháð hópsamsetningu. Börnunum er einnig frjálst að velja sér sæti í samverustundum. Í matmálstímum sitja þau við ákveðin borð en velja sér sæti við borðin sjálf.


Könnunarleikur er leikur fyrir yngstu börnin (ca. 1-3 ára) með verðlaust efni. Það er búið að safna saman í poka alls konar "verðlausum" hlutum en ekki leikföngum sem eru keypt út í búð. Þetta eru hlutir eins og keðjur, lyklar, dósir, lok, spaðar, tölur, borðar og margt fleira. Eftir að hlutunum hefur verið raðað á gólfið hefst leikurinn. Börnin velja sér hluti og nota þá á margan hátt. Þau fylla, tæma, setja saman, stafla, raða, draga, hrista, velja og hafna. Þau leika sér ótrufluð án fyrirmæla frá hinum fullorðna. Þau leiða leikinn sjálf og læra um leið að hægt er að gera hluti á margan máta. Enginn niðurstaða er rétt eða röng. Í leiknum örva þau skynfæri sín með því að hlusta, snerta, skoða og smakka. Einnig reyna þau á gróf- og fínhreyfingar. Tíminn sem er notaður í tiltekt er ekki síður mikilvægur en leikurinn sjálfur.

Í gegn um tiltekt læra börn að para saman og flokka. En hvorutveggja er undirstaða stærðfræðináms barna.


Stærðfræði með ungum börnum

Stærðfræði í kennslu með ungum börnum er hægt að skoða í víðu samhengi. Þegar flestir hugsa um stærðfræði þá koma efst í huga ákveðin hugtök, svo sem að geta talið, lagt saman, dregið frá, vargfaldað. En stærðfræði ungra barna er öll í umhverfi þeirra.

Það sem við ætlum að leggja áherslu á næstu vikum í leik og hópastarfi er eftirfarandi:

 • Þekkja grunnform (hringur, ferningur og þríhyrningur)
 • Að þekkja talnagildi til þrjú og geta talið fimm hluti
 • Að sjá og greina "eins" og "ekki eins"
 • Að þekkja hugtök eins og stór, lítill, þungur, léttur, langur, stuttur, meira, minna, fullur, tómur og nokkur fleiri.
 • Að flokka og þekkja liti
 • Að kanna eiginn stað í umhverfinu
 • Að efla rökhugsun
 • Að efla gripfærni
 • Að efla fínhreyfingar

Allt þetta gerum við í gegnum fjölbreyttan leik og borðvinnu. Við ætlum að:

 • Klippa, rífa og líma
 • Mála
 • Spila markvisst
 • Bakkaleikir
 • Hreyfileikir í sal
 • Umræður
 • Tölvunotkun
 • Lestur
 • Kubbavinna