Grænfáninn

Upphaf  Grænfánastefnu í Múlaborg 

Á fundi vorið 2012 var ákveðið að hefjast handa við að vinna eftir markmiðum um umhverfisvernd og stefnt á að fá Grænfánann dreginn að hún við Múlaborg vorið 2014. Einnig urðum við þátttakendur í Grænum skrefum Reykjavíkurborgar.
Múlaborg er leikskóli sem tók til starfa 24 janúar 1975. Hann stendur við Háleitisbraut og Ármúla. Við þurfum því að leita nokkuð eftir náttúrlegum svæðum en þau eru öll manngerð. Það er Laugardalurinn með grasagarðinum og húsdýragarðinum sem eru heimsóttir reglulega ásamt grænum svæðum í nágreni skólans. Ákveðið hefur verið að börnin fari í vettvangsferðir og finni sér tré sem verður þeirra að fylgjast með á næstu misserum, þá verður lögð áhersla á að bæta færni barnanna og þekkingu á því hvernig best er að vernda náttúruna okkar.
 
Umhverfisnefnd Múlaborgar er skipuð einum fulltrúa frá hverri deild skólans ásamt einum fulltrúa úr stjórn foreldrafélags, matráði og aðstoðarskólastjóra sem heldur utan um verkefnið. Ræsting er keypt af ræstifélagi ISS sem fylgir grænum markmiðum og er okkar ræstitæknir meðvitaður um hvert úrgangur á að fara. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að upplýsa og fræða börn og foreldra og skipuleggja ýmsar uppákomur sem tengjast verkefninu í daglegum störfum leikskólans.
 
Fyrsti fundur umhverfisráðs var haldinn 5. Mars 2012. 
Í umhverfisráði sátu Siggi, José, Atli og Þóra Guðrún ásamt Eddu Margréti aðstoðarskólastjóra. Rætt var um svæði fyrir útikennslu á skólalóðinni og í nágreni skólans og hvert væri hægt að fara í vettvangsferðir. Sett voru markmið um endurvinnslu í skólanum.
Í apríl fara nokkrir starfsmenn skólans í heimsóknir í Grænfánaskóla til að kynna sér starfsemi þeirra.
 
Á fundi í mai var farið yfir það sem fólk lærði í námsferðum bæði til Noregs og svo innlands. Farið yfir markmið Grænfánaverkefnisins. Ákveðið að kynna verkefnið á foreldrafundi haustið 2012. Konar eru fötur á hverja deild undir ávaxta og grænmetis úrgang. Komin moltutunna í garðinn, einn af hverri deild sér um að hræra í henni. Rætt um úrgang frá kaffistofu. Hvað eru deildirnar að gera í verkefninu. Rætt um að fá hjólagrind við skólann.
 
Á fundi í júní var rætt um orkustillingar á ofnum, ljósanotkun innanhúss, merkingar á tunnum undir úrgang, prentarinn stilltur á að prenta báðu megin á pappírinn og orkustilling á tölvum, allt búið og gert.
 
Á fundi í október var farið yfir það sem þarf að gera í vetur. T.d. lagfæra ílát og merkingar í kaffistofu. Panta tunnu fyrir lífrænan úrgang úr eldhúsi og yfirfara reglur þar að lútandi.
 
Á fundi í janúar 2013 var ákveðið að panta kartöflugarð hjá borginni ásamt því að rækta okkar garð. Einnig að forrækta blóm og setja í box sem við söfnum með aðstoð foreldra. Kennum börnunum að hugsa um plönturnar, vökva og reita og gæða sér svo á afrakstrinum í haust.
Hugmynd um skiptimarkað á barnafötum
Í umhverfisnefnd sitja Edda Margrét aðstoðarskólastjóri, Valur matráður, Hjalti af Bangsadeild, Þóra af Kisudeild, María KH af Ungadeild og Kalina af Hvolpadeild.
Tunnan fyrir lífrænan úrgang úr eldhúsi komin í notkun.